Erindi varðandi viðhald og aðstæður á Leikskólanum Grænuvöllum
Málsnúmer 202510069
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 228. fundur - 28.10.2025
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Sigríði Valdísi Sæbjörnsdóttur, leikskólastjóra Grænuvalla, varðandi viðhald og aðstæður á Grænuvöllum.
Fjölskylduráð þakkar Sigríði Valdísi, Helgu og Elvu fyrir komuna á fundinn og beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að taka tillit til athugasemdanna við gerð framkvæmdaáætlunar 2026 - 2029.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 228. fundur - 18.11.2025
Á 228. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskyldyráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að taka tillit til athugasemdanna við gerð framkvæmdaáætlunar 2026 - 2029.
Fjölskyldyráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að taka tillit til athugasemdanna við gerð framkvæmdaáætlunar 2026 - 2029.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, í samráði við leikskólastjóra, að útbúa viðhaldsáætlun til næstu þriggja ára.