Endurnýjun á stúku og gólfefni í sal Íþróttahallarinnar á Húsavík
Málsnúmer 202510074
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 228. fundur - 28.10.2025
Verkefnastjóri á velferðarsviði kynnir vinnu vegna nýs gólfefnis og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 227. fundur - 28.10.2025
Verkefnastjóri á velferðarsviði kynnir vinnu vegna nýs gólfefnis og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Stefáni Jóni fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, í samstarfi við verkefnastjóra á velferðarsviði, að mynda hóp hagsmunaaðila skipaðan af fulltrúum frá Völsungi, íþróttakennurum og starfsfólki Íþróttahallarinnar. Verkefni hópsins verður að koma með tillögu að því hvaða gólf og stúka henti best og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 228. fundur - 18.11.2025
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að vali um íþróttagólf og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Jónasi Halldóri og Stefáni Jóni fyrir komuna á fundinn. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram út frá þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram, er við kemur gólfi og stúku, með tilliti til þeirra fjárveitinga sem skilgreindar hafa verið í verkið.