Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs 2026
Málsnúmer 202510031Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs 2026.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám skipulags- og umhverfissviðs 2026 til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
2.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði
Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ og á hafnarsvæði Húsavíkur sumarið 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma með tillögur að nýtingu hagnaðar til áframhaldandi viðhalds á bílastæðum í miðbæ Húsavíkur og á hafnarsvæðinu.
3.Endurnýjun á stúku og gólfefni í sal Íþróttahallarinnar á Húsavík
Málsnúmer 202510074Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri á velferðarsviði kynnir vinnu vegna nýs gólfefnis og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Stefáni Jóni fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, í samstarfi við verkefnastjóra á velferðarsviði, að mynda hóp hagsmunaaðila skipaðan af fulltrúum frá Völsungi, íþróttakennurum og starfsfólki Íþróttahallarinnar. Verkefni hópsins verður að koma með tillögu að því hvaða gólf og stúka henti best og leggja fyrir ráðið að nýju.
4.Erindi vegna tjaldsvæðisins á Raufarhöfn.
Málsnúmer 202510073Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá AG Verk um rekstur tjaldsvæðisins á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samráði við forsvarsfólk tjaldsvæðisins á Raufarhöfn og leggja fyrir ráðið að nýju.
5.Uppsögn á samningi um póstþjónustu á Raufarhöfn
Málsnúmer 202509136Vakta málsnúmer
Á 507. fundi byggðarráðs þann 23.október var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi tillögur um mögulega staðsetningu á póstboxi.
Byggðarráð vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi tillögur um mögulega staðsetningu á póstboxi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að póstbox verði staðsett við suðurenda Aðalbrautar 23.
6.Ósk um stuðning Norðurþings við enduropnun Rauða kross búðar á Húsavík
Málsnúmer 202510062Vakta málsnúmer
Á 507. fundi byggðarráðs þann 23. október var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að skoða merkingar á bílastæðum í samráði við eiganda hússins.
Að öðru leyti telur ráðið sér ekki fært að verða við öðrum óskum umsækjenda.
Að öðru leyti telur ráðið sér ekki fært að verða við öðrum óskum umsækjenda.
7.Ósk um stöðuleyfi fyrir geymslugám við dæluhús Hitaveitu Öxafjarðarhéraðs á Kópaskeri
Málsnúmer 202510051Vakta málsnúmer
Hitaveita Öxarfjarðarhéraðs óskar stöðuleyfis fyrir 40 feta geymslugám við dæluhús Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir gámnum til loka nóvember 2026.
8.Ósk um samþykki fyrir breytingu á heiti lóðarinnar Undirveggur lóð í Kelduhverfi
Málsnúmer 202510083Vakta málsnúmer
Kristrún Ísaksdóttir óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir því að frístundahús hennar í landi Undiveggjar í Kelduhverfi fái heitið Heiðarból. Lóðin er nú skráð sem Undiveggur lóð (L219427).
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að breyta nafni lóðarinnar í Heiðarból og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningunni.
9.Ósk um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir söluhús Heimaxar í Ásbyrgi
Málsnúmer 202510096Vakta málsnúmer
Ingveldur Árnadóttir óskar eftir endurnýjuðu stöðuleyfi fyrir söluhús Heimaxar í Ásbyrgi. Fyrir liggur samþykki Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir stöðuleyfi hússins til 20. maí 2026.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir ósk um endurnýjun stöðuleyfis fyrir söluhús Heimaxar í Ásbyrgi til 20. maí 2026 til samræmis við samþykki Vatnajökulsþjóðgarðs.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 3.