Fara í efni

Ósk um að hafin verði greiningarvinna á uppbyggingu á húsnæði fyrir líkamsrækt á Húsavík

Málsnúmer 202510081

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 228. fundur - 28.10.2025

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi þar sem Benóný Valur Jakobsson, Ísak Már Aðalsteinsson og Rebekka Ásgeirsdóttir leggja til, fyrir hönd Samfylkingarinnar, að hafin verði greiningarvinna á uppbyggingu á húsnæði fyrir líkamsrækt á Húsavík.
Fjölskyldráð samþykkir tillögu Benónýs, Ísaks og Rebekku. Ráðið leggur til að greiningarvinnan verði unnin samhliða áframhaldandi vinnu við gerð stefnu í íþrótta- og tómstundamálum.