Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
1.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi var bókað: Stjórn Hafnasjóðs heldur áfram vinnu sinni við málið á næsta fundi sínum þann 18. júní nk.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir tillögu rekstrarstjóra hafna sem er í samræmi við bókun byggðarráðs frá fundi nr. 498 sem haldinn var þann 12. júní sl.
2.Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar
Málsnúmer 202506007Vakta málsnúmer
Stjórn Hafnasjóðs heldur áfram vinnu við samgönguáætlun.
Helgi G. Gunnarsson verkfræðingur og Fannar Gíslason frá vegagerðinni kynna vinnu við öldulíkan sem gert hefur verið fyrir höfnina á Húsavík.
Helgi G. Gunnarsson verkfræðingur og Fannar Gíslason frá vegagerðinni kynna vinnu við öldulíkan sem gert hefur verið fyrir höfnina á Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar þeim Helga og Fannari fyrir komuna á fundinn og góða kynningu, stjórnin heldur áfram vinnu sinni vegna samgönguáætlunar á næsta fundi sínum.
3.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmismál frá rekstrarstjóra hafna.
Stjórn Hafnasjóðs felur Hafnastjóra að undirrita bréf til atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og formanns efnahags- og viðskiptanefndar, og aðra er málið varðar, vegna "Skaðlegra áhrifa vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip".
4.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025
Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísaði lið nr. 5 í fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar er varðar Hafskipabryggju til stjórnar Hafnasjóðs.
Rekstrarstjóri var á fundi í síðustu viku á Raufarhöfn þar sem farið var yfir komu þeirra skemmtiferðaskipa sem boðað hafa komu sína til Raufarhafnar í sumar og rætt var við hagaðila í samfélaginu. Rétt er að benda á að hér er verið að taka fyrstu skrefin í komu skemmtiferðaskipa til Raufarhafnar og mun umfang þessarar starfsemi ráðast á næstu árum.
Fundi slitið - kl. 11:05.
Katrín Sigurjónsdóttir yfirgaf fundinn kl 10:00