Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

500. fundur 17. júlí 2025 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í júní 2025 og fleira tengt fjárhag Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

2.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026-2029.
Lagt fram til kynningar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202504095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

4.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025

Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 01.07.2025.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið.

Ráðið hvetur þá aðila sem hafa látið sig málið varða að koma með hugmyndir um framtíð Hnitbjarga á Raufarhöfn.

5.Fyrirhuguð kynning á Húsavík á vegum Eims

Málsnúmer 202507001Vakta málsnúmer

Eimur fyrirhugar að halda kynningu á Húsavík í haust þar sem kynnt yrði sú þróun sem átt hefur sér stað í uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka utan Húsavíkur og varpa ljósi á tækifæri sem felast í samþættingu orkuframleiðslu, nýtingu varma og samfélagslegrar þróunar í anda hringrásarhagkerfis.
Byggðarráð þakkar erindið og þiggur boð um þátttöku í viðburði með Eimi um uppbyggingu Græns iðngarðs á Bakka.

6.Ósk um umsögn um tímabundið áfengisleyfi frá Þekkingarneti Þingeyinga vegna Hönnunarþings

Málsnúmer 202507033Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis þann 25. og 26. september nk. í tengslum við Hönnunarþing 2025 á Stéttinni á Húsavík.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

7.Skipan í starfshóp fyrir Loftslagsstefnu Norðurlands eystra

Málsnúmer 202507014Vakta málsnúmer

SSNE óskar eftir því að sveitarfélagið staðfesti vilja sinn til að taka þátt í mótun loftslagsstefnu Norðurlands eystra og skipi jafnframt fulltrúa í samstarfshóp sem mun stýra vinnunni í samstarfi við starfsfólk SSNE og Eims sem mun halda utan um vinnuna.
Byggðarráð staðfestir vilja sinn með þátttöku og skipar Aldey Unnar Traustadóttur í starfshóp um mótun loftlagsstefnu Norðurlands eystra.

8.Innviðauppbygging á NA svæðinu

Málsnúmer 202507034Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri greindi frá hugmyndum um stofnun samstarfsvettvangs fyrirtækja á svæðinu frá Kelduhverfi til Vopnafjarðar sem hefði það hlutverk að koma sameiginlegum hagsmunamálum á framfæri.
Lagt fram til kynningar.

9.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands

Málsnúmer 202407050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kallað er eftir uppfærðum upplýsingum frá sveitarfélögunum varðandi hvaða verkefni forsvarsaðilar þeirra vilja setja í forgang við frekari uppbyggingu áfangastaða í heimabyggð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og kynna fyrir ráðinu að nýju.

10.Endurskoðun samþykktar um sorphirðu

Málsnúmer 202505027Vakta málsnúmer

Á 221. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar samþykktum um sorphirðu til síðari umræðu í byggðarráði, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, endurskoðun samþykktar um sorphirðu í Norðurþingi.

11.Ósk um leyfi til borunar eftir heitu vatni á landi Húsavíkur 2025

Málsnúmer 202506037Vakta málsnúmer

Á 221. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að Orkuveitu Húsavíkur verði heimilaðar boranir.
Byggðarráð samþykkir í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að heimila Orkuveitu Húsavíkur boranir í sumar.

12.Ársreikningur og ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlands 2024

Málsnúmer 202506070Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2024 ásamt ársskýrslu.
Lagt fram til kynningar.

13.Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202506076Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024 til kynningar. Frestur til að gera athugasemdir eða ábendingar er til 15. júlí nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna frumvarps um breytingar á veiðigjaldi og samantekt KPMG

Málsnúmer 202504028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar yfirlýsing stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 7. júlí sl. vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda. Yfirlýsingin var send til forsætisráðherra, atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og atvinnuveganefndar Alþingis. Yfirlýsingin er einnig komin inn á vefsíðu samtakanna.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir Samtaka Sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202504075Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Samtaka Sjávarútvegssveitarfélaga; nr. 89 frá 7. maí og nr. 90 frá 19. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerð aðalfundar D.A.sf.2025

Málsnúmer 202507002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar D.A. sf. frá 25. júní sl. vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412057Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, frá 84. fundi þann 9. maí, 85. fundi þann 19. maí og 86. fundi þann 23. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum.

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tvær fundargerðir stjórnar samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum. Fundur nr. 81 frá 21. maí og nr. 82 frá 2. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð - 221

Málsnúmer 2506004FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 221. fundar fjölskylduráðs frá 20. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 221

Málsnúmer 2506005FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 221. funda skipulags- og framkvæmdaráðs frá 20. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 222

Málsnúmer 2507001FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 222. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 11. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

22.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 34

Málsnúmer 2506007FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 34. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings frá 16. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.