Skipan í starfshóp fyrir Loftslagsstefnu Norðurlands eystra
Málsnúmer 202507014
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 500. fundur - 17.07.2025
SSNE óskar eftir því að sveitarfélagið staðfesti vilja sinn til að taka þátt í mótun loftslagsstefnu Norðurlands eystra og skipi jafnframt fulltrúa í samstarfshóp sem mun stýra vinnunni í samstarfi við starfsfólk SSNE og Eims sem mun halda utan um vinnuna.
Byggðarráð staðfestir vilja sinn með þátttöku og skipar Aldey Unnar Traustadóttur í starfshóp um mótun loftlagsstefnu Norðurlands eystra.