Fara í efni

Fyrirhuguð kynning á Húsavík á vegum Eims

Málsnúmer 202507001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 500. fundur - 17.07.2025

Eimur fyrirhugar að halda kynningu á Húsavík í haust þar sem kynnt yrði sú þróun sem átt hefur sér stað í uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka utan Húsavíkur og varpa ljósi á tækifæri sem felast í samþættingu orkuframleiðslu, nýtingu varma og samfélagslegrar þróunar í anda hringrásarhagkerfis.
Byggðarráð þakkar erindið og þiggur boð um þátttöku í viðburði með Eimi um uppbyggingu Græns iðngarðs á Bakka.