Fara í efni

Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands 2024

Málsnúmer 202407050

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 471. fundur - 08.08.2024

Fyrir byggaðrráði liggur að Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir uppfærðum lista yfir forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2024. Óskað er eftir lista yfir 5 mikilvægustu uppbyggingarverkefni í sveitarfélaginu á næsta ári.

Skilafrestur er 1. september nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra lista yfir forgangsverkefni og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 474. fundur - 05.09.2024

Fyrir byggðarráði liggur uppfærður listi yfir forgangsverkefni áfangastaðaáætlunnar 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn uppfærðum verkefnalista um forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar.

Byggðarráð Norðurþings - 500. fundur - 17.07.2025

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kallað er eftir uppfærðum upplýsingum frá sveitarfélögunum varðandi hvaða verkefni forsvarsaðilar þeirra vilja setja í forgang við frekari uppbyggingu áfangastaða í heimabyggð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og kynna fyrir ráðinu að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025

Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til forgangsverkefna áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurþing.
Byggðarráð samþykkir að Norðurljósaslóð verði nýtt forgangsverkefni á listanum í stað nýs afleggjara að Botnsvatni.