Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 2, sat fundinn Kári Márís Guðmundsson frá PCC á Bakka.
1.Rekstur Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í ágúst 2025 og fleira tengt fjárhag.
Lagt fram til kynningar.
2.Atvinnumál í Norðurþingi
Málsnúmer 202508067Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar frá sveitarstjóra staða atvinnumála í sveitarfélaginu.
Kári Marís Guðmundsson forstjóri PCC á Bakka kemur á fundinn undir þessum lið.
Kári Marís Guðmundsson forstjóri PCC á Bakka kemur á fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Kára fyrir komuna á fundinn og hreinskilin svör um framhaldið.
Annað lagt fram til kynningar.
Annað lagt fram til kynningar.
3.Álaborgarleikarnir 2025
Málsnúmer 202209024Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi Hafliðason og Bergþór Bjarnason gera grein fyrir heimsókn sinni til Álaborgar í lok júlí sl. Álaborg er vinabær Húsavíkur og haldið var upp á 50 ára afmæli Álaborgarleikanna í ár.
Lagt fram til kynningar.
4.Slökkvilið Norðurþings
Málsnúmer 202505061Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til staðfestingar framlengdir ráðningarsamningar sem gilda til 31.12.2025 við starfandi slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra.
Byggðarráð samþykkir framlengda ráðningarsamninga til áramóta.
5.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2026
Málsnúmer 202509003Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um fjárstuðning til starfsemi Stígamóta vegna ársins 2026.
Byggðarráð samþykkir að styrkja starfsemi Stígamóta um 120 þ.kr á árinu 2026.
6.Könnun RMF meðal ferðamanna í beinu flugi til Akureyrar
Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður könnunar Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála meðal ferðamanna sem komu með beinu flugi til Akureyrar veturinn 2024-2025.
Lagt fram til kynningar.
7.Rætur Icelandic Roots samtök Vestur-Íslendinga
Málsnúmer 202503105Vakta málsnúmer
Í dag, fimmtudaginn 4. september, mun félagið Rætur / Icelandic Roots, samtök Vestur-Íslendinga, halda hátíð og kynningu í Safnahúsinu á Húsavík kl. 14:00.
Íbúar Norðurþings eru hvattir til að mæta.
Íbúar Norðurþings eru hvattir til að mæta.
Lagt fram til kynningar.
8.Fundarboð hlutahafafundar Orkuveita Húsavíkur ohf
Málsnúmer 202508070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð hluthafafundar Orkuveitu Húsavíkur ohf. fundurinn verður haldinn fimmtudag 4. september nk.
Byggðarráð skipar Bergþór Bjarnason fjármálastjóra sem fulltrúa Norðurþings á fundinum.
9.Ósk um umsögn um tímabundið áfengisleyfi frá Samherja fiskeldi ehf.
Málsnúmer 202509009Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um tímabundið áfengisleyfi frá Samherja fiskeldi ehf. vegna kynningar og opins húss hjá Silfurstjörnunni í Núpsmýri nk. föstudag, 5.september, frá kl. 14:00 - 16:00.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
Fundi slitið - kl. 10:30.