Skólahreysti í 20 ár - ósk um styrk
Málsnúmer 202512021
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 512. fundur - 18.12.2025
Fyrir byggðarráði liggur 250.000 kr. styrkbeiðni frá stofnendum Skólahreystis. Styrkurinn myndi nýtast til hönnunar og uppbyggingar á nýjum keppnisbúnaði/keppnisvelli, sem og hönnunar á nýjum tölvu- og dómarabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að veita 250 þ.kr styrk til stofnenda Skólahreystis vegna uppbyggingar á nýjum búnaði.