Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

457. fundur 29. febrúar 2024 kl. 08:30 - 11:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja uppfærðar upplýsingar um ástand á húsnæði stjórnsýslu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, einnig liggja fyrir upplýsingar um hugsanlegar lausnir vegna þeirra kosta sem eru í húsnæðismálum stjórnsýslunnar.
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um kaup á Stóragarði 1 fyrir stjórnsýsluhús. Tilboðið var gert með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og hefur verið samþykkt af seljanda. Ráðið felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka ákvörðun um kaupin á næsta fundi ráðsins 7. mars nk.

2.Tillaga frá slökkviliði Norðurþings vegna mannbjörgunar af hærri byggingum í Norðurþingi.

Málsnúmer 202402102Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Slökkviliði Norðurþings vegna kaupa á björgunartæki vegna lífbjörgunar af svölum efri hæða.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir kaup á körfubíl fyrir Slökkvilið Norðurþings með atkvæðum Hjálmars Boga og Áka. Hafrún greiðir atkvæði á móti. Áætlaður kostnaður við kaupin er 14,9 m.kr með vsk á tækinu heim komið miðað við gengi dagsins.

Aldey óskar bókað; Ekki er gert ráð fyrir kaupum á björgunartæki í fjárhagsáætlun Norðurþings árið 2024. Eðlilegast væri að finna slíkum kaupum farveg í fjárhagsáætlunargerð 2025 líkt og gert er í öðrum málum sem koma óvænt upp og er því undirrituð mótfallin kaupunum.

Áki og Hjálmar Bogi óska bókað;
Undirritaðir telja skynsamlegt að ganga að þessum kaupum samhliða uppbyggingu í samfélaginu. Um er að ræða tæki til framtíðar sem hefði þurft að kaupa á einhverjum tímapunkti. Það er óraunhæft að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 enda um tilboð að ræða sem gildir núna.

3.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um úthlutun styrks úr C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun. Verkefnið "Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk" fékk 15 milljónir króna. Verkefnið snýr að því að gera lýsistankana manngenga og mögulega til notkunar fyrir upptökur, listsýningar, tónleika og fleira en sótt var um 20,7 milljónir til verkefnisins.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með að verkefnið "Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk" hafi fengið 15 milljóna króna styrk úr C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

4.Framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár; Norðurþing

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá umhverfisstofnun, sem auglýsir til umsagnar tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í samræmi við 2. mgr. 26. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla gagna og leggja fyrir ráðið að nýju frekari upplýsingar um áhrif á tillögusvæðið Norður-Melrakkasléttu.

Ráðið hvetur öll áhugasöm til að mæta á opinn fund Umhverfisstofnunar sem verður haldinn í félagsheimilinu Hnitbjörgum Raufarhöfn, miðvikudaginn 13.mars kl. 17:00.

5.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 943. fundi haldinn þann 9. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 234. fundar stjórnar HNE frá 7. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

7.Drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland í samráðsgátt

Málsnúmer 202402092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðuneytið vekur athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að móta drög að umsögn í takt við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis 115. mál. Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.