Fara í efni

Framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár; Norðurþing

Málsnúmer 202311015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 173. fundur - 07.11.2023

Fyrir ráðinu liggur kynning Umhverfisstofnunar á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár B-hluta: Framkvæmdaáætlun til næstu fimm ára yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum.

Innan Norðurþings er tillögusvæðið norður Melrakkaslétta, sem er hluti af tillögusvæðinu Melrakkaslétta, sem er lagt til af Náttúrufræðistofnun Íslands vegna vistgerða og fugla. Svæðið er hluti af alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði Melrakkasléttu.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 182. fundur - 27.02.2024

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem er í kynningarferli. Umhverfisstofnun hefur óskað umsagnar Norðurþings um áætlunina.
Ráðið mun taka málið fyrir að nýju eftir kynningarfund sem fyrirhugað er að Umhverfisstofnun haldi 13. mars nk. á Raufarhöfn.

Byggðarráð Norðurþings - 457. fundur - 29.02.2024

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá umhverfisstofnun, sem auglýsir til umsagnar tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í samræmi við 2. mgr. 26. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla gagna og leggja fyrir ráðið að nýju frekari upplýsingar um áhrif á tillögusvæðið Norður-Melrakkasléttu.

Ráðið hvetur öll áhugasöm til að mæta á opinn fund Umhverfisstofnunar sem verður haldinn í félagsheimilinu Hnitbjörgum Raufarhöfn, miðvikudaginn 13.mars kl. 17:00.

Byggðarráð Norðurþings - 459. fundur - 21.03.2024

Á 457. fundi byggðarráðs var lagt fram erindi Umhverfisstofnunar vegna tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í samræmi við 2. mgr. 26. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Byggðarráð fól sveitarstjóra að afla gagna og leggja fyrir ráðið að nýju frekari upplýsingar um áhrif á tillögusvæðið Norður-Melrakkasléttu.

Samkvæmt afmörkun svæðisins er ekkert af landi Norðurþings innan tillögusvæðis Umhverfisstofnunar. Þá liggur fyrir að nokkrir landeigendur á tillögusvæðinu hafa óskað eftir því að þeirra lönd verði tekin út úr tillögunni og tekið verði tillit til þess í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 185. fundur - 09.04.2024

Umhverfisstofnun hefur óskað umsagnar Norðurþings um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár en frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði á 182. fundi að málið yrði tekið fyrir að nýju eftir kynningarfundi Umhverfisstofnunar, sem haldnir voru í mars á Tjörnesi og Raufarhöfn.
Landeigendur á Melrakkasléttu og Æðarræktarfélag Norðausturlands hafa sent ráðinu erindi og kalla eftir stuðningi Norðurþings gegn áformum Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að ekki verði farið í neina vinnu um framkvæmdaráætlun náttúruminjaskrár eða neinar ákvarðanir teknar nema fyrir liggi samþykki landeigenda á því svæði sem um ræðir.