Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

459. fundur 21. mars 2024 kl. 11:15 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varamaður
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi og kom inn á hann kl 09:05.

Undir lið nr. 1, sat fundinn Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi frá Deloitte.

Undir lið nr. 2, sátu fundinn frá SSNE Albertína F Elíasdóttir og Elva Gunnlaugsdóttir.

1.Ársreikningur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202312114Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.

Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi frá Deloitte sat undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Hólmgrími frá Deloitte fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2023.

Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Starfsemi og helstu verkefni SSNE

Málsnúmer 202211010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði er til kynningar og umræðu starfsemi SSNE og helstu verkefni sem tengjast sveitarfélaginu. Á fundinn koma Albertína F. Elíasdóttir framkvæmdastjóri og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri.
Byggðarráð þakkar Albertínu og Elvu fyrir greinargóða kynningu á starfsemi og verkefnum SSNE.

3.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar þær skammtímalausnir sem farið hefur verið í vegna aðstæðna í stjórnsýsluhúsinu að Ketilsbraut 7.
Lagt fram til kynningar.

4.Áskorun til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga

Málsnúmer 202403071Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vegna áskorunar til sveitarfélaga í tengslun við ný gerða kjarasamninga.
Byggðarráð mun á næstu fundum sínum taka til umræðu atriði er varða sveitarfélagið til að liðka fyrir gerð langtímakjarasamninga.

5.Sértækur byggðakvóti

Málsnúmer 202403032Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga um áskorun til Byggðastofnunar vegna úthlutunar sértæks byggðakvóta.
Byggðarráð Norðurþings skorar á Byggðastofnun að framlengja ráðstöfun og úthlutun á sértækum byggðakvóta á Raufarhöfn en verkefninu lýkur senn. Þá er mikilvægt að tryggja bæði fyrirsjáanleika og stöðugleika. Auk þess eru fordæmi fyrir því að úthlutun í sértækum byggðakvóta hafi verið aukin í ferlinu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma fyrirliggjandi áskorun áfram til Byggðastofnunar.

6.Uppfærslur á samningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofa

Málsnúmer 201811112Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki við samning milli Norðurþings, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps og umhverfis- og auðlindaráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Viðaukinn felur í sér framlengingu á gildistíma núverandi samnings þannig að samningurinn renni út í árslok 2024.
Byggðarráð felur sveitarsjóra að undirrita viðauka við samning um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands.

7.Áskorun á sveitarstjórn að beita sér fyrir varðveislu Helguskúrs

Málsnúmer 202403049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áskorun frá Gafli félagi um þingeyskan byggingararf um að varðveita Helguskúr.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til sveitarstjórnar.

8.Erindi frá Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju vegna fasteignagjalda 2024

Málsnúmer 202403077Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju vegna álagðra fasteignagjalda á árinu 2024.
Byggðarráð samþykkir að endurskoða álagningu fasteignagjalda 2024 með sama hætti og gert var á árinu 2023.

9.Framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár; Norðurþing

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Á 457. fundi byggðarráðs var lagt fram erindi Umhverfisstofnunar vegna tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í samræmi við 2. mgr. 26. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Byggðarráð fól sveitarstjóra að afla gagna og leggja fyrir ráðið að nýju frekari upplýsingar um áhrif á tillögusvæðið Norður-Melrakkasléttu.

Samkvæmt afmörkun svæðisins er ekkert af landi Norðurþings innan tillögusvæðis Umhverfisstofnunar. Þá liggur fyrir að nokkrir landeigendur á tillögusvæðinu hafa óskað eftir því að þeirra lönd verði tekin út úr tillögunni og tekið verði tillit til þess í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

10.Fulltrúaráðsfundur Stapa 2024

Málsnúmer 202403072Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að skipa fulltrúa á fulltrúaráðsfund Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður 11. apríl nk.
Fundurinn verður rafrænn.
Byggðarráð skipar Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra sem fulltrúa á fundinum og Bergþór Bjarnason fjármálastjóra til vara fyrir hönd Norðurþings.

11.Beiðni um tækifærisleyfi vegna páskatónleika í Skemmunni við Vallholtsveg 10

Málsnúmer 202403018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni fyrir tækifærisleyfi og áfengisleyfi vegna páskatónleika í Skemmunni við Vallholtsveg 10 þann 30. mars nk.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn vegna beggja leyfanna.

12.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 69. fundi haldinn þann 23. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 945. fundur haldinn þann 28. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2024

Málsnúmer 202401054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 11. fundur haldinn þann 15. febrúar sl. og 12 fundur haldinn þann 12. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.