Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

185. fundur 09. apríl 2024 kl. 13:00 - 16:00 Fundarsalur GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1.

Heimir Gunnarson, Gunnar Helgi Guðmundsson, Rúna Ásmundsdóttir og
Stefán Þór Pétursson frá Vegagerðinni mættu á fundinn undir lið 1.

1.Samráðsfundir með Vegagerðinni 2024

Málsnúmer 202404027Vakta málsnúmer

Fulltrúar Vegagerðarinnar á Norðursvæði funda með skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir komuna. Í upphafi fundar lagði sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs fram minnisblað, með áherslum Norðurþings m.a. varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar árið 2024, umferðaröryggismál, viðhald vega o.fl.

2.Endurskoðun framkvæmdaáætlunar fyrir 2024

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögu að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun fyrir 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Erindi frá píludeild Völsungs

Málsnúmer 202403066Vakta málsnúmer

Á 181. fundi fjölskylduráðs 26. mars 2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir afnot píludeildar Völsungs af norðurenda sundlaugarkjallarans undir pílustarfsemi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi um afnotin. Fjölskylduráð vísar erindinu hvað varðar endurbætur á húsnæðinu til skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem um endurbætur á eign Norðurþings er að ræða.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka þátt í verkefninu að upphæð 1.000.000,- til uppbyggingar á aðstöðu fyrir Píludeild Völsungs.

4.Endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt

Málsnúmer 202402114Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir ráðinu tillögur frá Skógræktarfélagi Húsavíkur varðandi breytingar og samræmingu á framlögum frá Landi og skógi.
Á 183. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var lagt fram til kynningar erindi frá Landi og Skógi vegna endurskoðunar á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti erindið eftir það fyrir Skógræktarfélagi Húsavíkur og óskaði eftir tillögum félagsins, sem voru lagðar fram á fundinum til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og kynna fyrir ráðinu að nýju.

5.Framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár; Norðurþing

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur óskað umsagnar Norðurþings um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár en frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði á 182. fundi að málið yrði tekið fyrir að nýju eftir kynningarfundi Umhverfisstofnunar, sem haldnir voru í mars á Tjörnesi og Raufarhöfn.
Landeigendur á Melrakkasléttu og Æðarræktarfélag Norðausturlands hafa sent ráðinu erindi og kalla eftir stuðningi Norðurþings gegn áformum Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að ekki verði farið í neina vinnu um framkvæmdaráætlun náttúruminjaskrár eða neinar ákvarðanir teknar nema fyrir liggi samþykki landeigenda á því svæði sem um ræðir.

6.Aðstaða áhaldahúss og þjónustumiðstöðvar að Höfða 1.b

Málsnúmer 202404011Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögu varðandi umbótaáætlun fyrir þjónustustöðina á Húsavík.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að Norðurþing semji við Orkuveitu Húsavíkur um afnot af húsnæði Orkuveitunnar að Höfða 13, þegar starfsemi Orkuveitunnar færist þaðan í haust samkvæmt áætlun. Núverandi starfsmannaaðstaða þjónustumiðstöðvar er óviðunandi líkt og fram kemur í úttekt Vinnueftirlitsins frá 29.desember 2023 en þar er gerð krafa um úrbætur og gerð úrbótaáætlunar fyrir 1. maí 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Orkuveituna um afnot af Höfða 13 og kynna fyrir ráðinu drög að samningi þegar hann liggur fyrir.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við veitingahúsið Vegg

Málsnúmer 202404021Vakta málsnúmer

Ásverjar ehf óska byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við veitingahúsið Vegg. Viðbygging er 294 m², byggð úr timbureiningum frá ATCO. Í viðbyggingu eru gistirými fyrir starfsmenn og gesti, auk stoðrýma fyrir veitingarekstur. Teikningar eru unnar af Knúti Jónassyni byggingarfræðingi hjá Faglausn. Fyrir liggur skriflegt samþykki fyrir viðbyggingunni frá nágranna á Tóvegg.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

8.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hænsnaskýli við Bakkagötu 20

Málsnúmer 202404023Vakta málsnúmer

Thomas Helmig og Cornelia Spandau óska byggingarleyfis fyrir hænsnaskýli og útigerði við Bakkagötu 20 á Kópaskeri. Fyrir liggja rissmyndir af skýli og gerði. Ennfremur liggur fyrir skriflegt samþykki nágranna á þremur nærliggjandi lóðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar ekki uppbyggingu á hænsnaskýlinu á þeim stað sem það er teiknað vegna nálægðar við óbyggða lóð að Drafnargötu 1.

9.Umsókn um leyfi fyrir framkvæmdum við lýsistanka á Raufarhöfn

Málsnúmer 202404020Vakta málsnúmer

Nanna Steina Höskuldsdóttir, f.h. Norðurþings, sækir um leyfi til að setja tvær hurðir í hvorn lýsistankinn við Aðalbraut á Raufarhöfn. Ennfremur er óskað leyfis að gera göngustíg frá Aðalbraut að tönkunum. Meðfylgjandi erindi eru rissmyndir sem sýna staðsetningar hurða og fyrirhugaða legu göngustígs.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

10.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hundahúsi í landi Presthóla

Málsnúmer 202404022Vakta málsnúmer

Sigurður Árnason óskar leyfis til að byggja hundahús á Presthólum. Fyrir liggja teikningar af húsinu unnar af Sigurbergi Árnasyni arkitekt.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

Fundi slitið - kl. 16:00.