Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Samkomulag um vindrannsóknir og uppsetningu rannsóknarbúnaðar
202012108
Fyrir byggðarráði liggja drög að svari vegna bréfs frá Qair Iceland ehf. vegna vindrannsókna austan Húsavíkurfjalls.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu að svara Qair Iceland ehf. í samræmi við fyrirliggjandi drög.
2.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlun 2023
202303006
Fyrir byggðarráði liggur árlegt bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.
3.XXXVIII Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
202301074
Fyrir byggðarráði liggur boðun á XXXVIII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem verður haldið föstudaginn 31. mars nk. í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
4.Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra
202211017
Fyrir byggðarráði liggur samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Byggðarráð samþykkir samstarfssamninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn og endanlegrar afgreiðslu á ársþingi SSNE, 14.- 15. apríl 2023.
5.Samkomulag Golfklúbbs Húsavíkur og Norðurþings um uppbyggingu golfskála.
202112083
Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Golfklúbbi Húsavíkur um breytingu á greiðslufyrirkomulagi samnings frá 17. desember 2021 um uppbyggingu nýrrar golf- og frístundaaðstöðu, auk samgöngutenginga við Katlavöll á Húsavík. Samkvæmt samkomulagi skal greiða síðustu greiðslu árið 2024 en félagið óskar eftir að fá þá greiðslu frá sveitarfélaginu árið 2023.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni frá Golfklúbb Húsavíkur um breytingu á greiðslufyrirkomulagi.
6.Stjórnskipulag og skipurit Norðurþings
202207036
Fyrir byggðarráði liggur breytt stjórnskipulag og skipurit Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir breytingar á stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
7.Greining á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi
202303023
Fyrir byggðarráði liggur kynning slökkviliðsstjóra:
Slökkviliðsstjóri hefur verið að kanna vinnu við greiningu á áhættu- og áfallaþoli í Norðurþingi sbr. 16.gr. laga nr. 82. frá 12. júní 2008.
Með fundarboði fylgir minnisblað með upplýsingum um hvað felst í slíkri vinnu og áætlaður kostnaður m.v. aðkeypta þjónustu til verksins.
Slökkviliðsstjóri hefur verið að kanna vinnu við greiningu á áhættu- og áfallaþoli í Norðurþingi sbr. 16.gr. laga nr. 82. frá 12. júní 2008.
Með fundarboði fylgir minnisblað með upplýsingum um hvað felst í slíkri vinnu og áætlaður kostnaður m.v. aðkeypta þjónustu til verksins.
Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á málinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og tekur málið aftur upp í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar síðar á árinu.
8.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023
202303003
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis:
Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.
9.Fréttabréf SSNE 2023
202303009
Fyrir byggðarráði liggur fréttabréf SSNE fyrir janúar og febrúar 2023 ásamt kynningu á áhersluverkefnum SSNE 2023.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir SSNE 2023
202301067
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 48. fundar SSNE frá 10. febrúar og 49. fundar SSNE frá 1. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
11.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir 2022
202001119
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð D.A. frá stjórnarfundi 28.02.2023.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
202302028
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 22. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
202301065
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:22.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri vék af fundi kl: 09:00