Fara í efni

Styrkumsókn 2022 frá ADHD samtökunum

Málsnúmer 202211080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá ADHD samtökunum sem óska eftir samstarfi við Norðurþing um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Norðurlandi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja ADHD samtökin um 100 þús kr. sem greiðist á árinu 2022 og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við framkvæmdastjóra samtakannna varðandi frekara samstarf.