Fara í efni

Endurnýjun kjarasamningsumboðs, samkomulag um launaupplýsingar og störf undanskilin verkallsheimild.

Málsnúmer 202211107

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022

Samband íslenskra sveitarfélaga undirbýr nú kjaraviðræður við stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga. Því liggur fyrir Norðurþingi annars vegar að uppfæra kjarasamningsumboð sitt til Sambandsins og hins vegar að undirrita samkomulag um sameiginlega ábyrgð til samræmis við kröfur persónuupplýsingalaga.
Lögð er rík áhersla á að útfyllt skjöl verði send til sambandsins eins fljótt og auðið er.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra kjarasamningsumboð sveitarfélagsins til Sambands íslenskra sveitarfélaga og uppfæra listann um störf undanskilin verkfallsheimild en frestar afgreiðslu á afstöðu til undirritunar á samkomulagi um sameiginlega ábyrgð til samræmis við kröfur laga um meðferð persónuupplýsinga.

Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023

Á fundi byggðarráðs 24.11.2022 frestaði ráðið afgreiðslu á afstöðu til undirritunar á samkomulagi um sameiginlega ábyrgð sem gert með vísan til ákvæða persónuverndarlaga. Taka skjölin mið af breyttu fyrirkomulagi á upplýsinga- og gagnaöflun í tengslum við gerð kjarasamninga, sem framvegis verður gerð með rafrænum hætti í gegnum gagnalón.

Með fundarboði nú fylgja lokaskjöl vegna málsins ásamt mati persónuverndarfulltrúa Norðurþings á efni samkomulagsins.
Byggðarráð samþykkir samkomulag um sameiginlega ábyrgð og vísar því til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 130. fundur - 19.01.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur að samþykkja endurnýjun á kjarasamningsumboði og samkomulag um sameiginlega ábyrgð.

Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gögn samhljóða.