Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

443. fundur 05. október 2023 kl. 08:30 - 10:05 í grunnskólanum á Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Benóný Valur Jakobsson sat fundinn í fjarfundi.

1.Áætlanir vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir.

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að römmum vegna fjárhagsáætlunar 2024.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2024 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.

2.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur í september 2023 og tekjur fyrstu níu mánuði ársins.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur og þróun þeirra síðustu mánuði.

3.Málstefna Norðurþings

Málsnúmer 202309097Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að Málstefnu Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að klára fyrirliggjandi drög að Málstefnu Norðurþings í samræmi við umræður á fundinum.

4.Varðar lýsistankana Aðalbraut 20-22 Raufarhöfn

Málsnúmer 202309139Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Ásdísi Thoroddsen á Raufarhöfn, varðandi framtíðargagn af lýsistönkunum, Aðalbraut 20-22. Óskað er eftir viðræðum við byggðarráð um nýtingu tankanna og fleiri húseigna á SR lóðinni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með Ásdísi Thoroddsen um framhald málsins.

5.Fjárhagsáætlun HNE 2024

Málsnúmer 202309120Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sem var samþykkt á 231 . fundi Heilbrigðisnefndar sem fram fór sl. miðvikudag, þann 20. september 2023.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Málsnúmer 202309131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Umhverfis-, orku- og loflagsráðuneytinu um innviði fyrir orkuskipti.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði þar sem vinna við aðalskipulag er í gangi.

7.Erindi til sveitarstjórnar varðandi stuðning við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202309140Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air66N. Óskað er eftir framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári næstu þrjú árin.
Byggðarráð hyggst ekki styrkja Flugklasann áfram, þar sem um tímabundið átaksverkefni er að ræða.

8.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf.2023

Málsnúmer 202309148Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð aðalfundar í einkahlutafélaginu Greiðri leið ehf., kt.: 420403-2670, verður haldinn föstudaginn 13. október nk. Fundurinn verður fjarfundur á Teams og hefst kl 13:00.
Byggðarráð felur Bergþóri Bjarnasyni fjarmálastjóra setu á fundinum og Katrínu Sigurjónsdóttir sveitarstjóra til vara.

9.Efnahags- og viðskiptanefnd: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023

Málsnúmer 202309119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál og 171. mál um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022-2023

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024?2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir HNE 2023

Málsnúmer 202302054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir HNE frá 230. fundi frá 28. júní sl. og 231. fundi frá 23. september sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundur DA sf 2023

Málsnúmer 202309132Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja fundargögn 6. stjórnarfundar DA sf og fundargerð aðalfundar félagsins sem var haldinn þann 15. september sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 2023 sem haldinn var þann 19. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.