Fara í efni

Erindi til sveitarstjórnar varðandi stuðning við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202309140

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 443. fundur - 05.10.2023

Fyrir byggðarráði liggur ósk um áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air66N. Óskað er eftir framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári næstu þrjú árin.
Byggðarráð hyggst ekki styrkja Flugklasann áfram, þar sem um tímabundið átaksverkefni er að ræða.

Byggðarráð Norðurþings - 450. fundur - 07.12.2023

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N, ósk um að sveitarstjórn taki málið upp að nýju og haldi áfram að styðja Flugklasann í það minnsta á næsta ári með framlagi sem nemur 300 kr á hvern íbúa.

Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar frá Markaðsstofu Norðurlands og fylgja málinu eftir.
Byggðarráð þakkar Arnheiði Jóhannsdóttir framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra FlugklasansAir 66N fyrir komuna á fundinn.

Meirihluti byggðarráðs hafnar að styrkja Flugklasann Air 66N á árinu 2024.

Hafrún óskar bókað að hún hefði vilja styrkja Flugklasann áfram á árinu 2024.
Aldey og Benóný taka undir bókun Hafrúnar og óska eftir að málið verði tekið upp í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 141. fundur - 18.01.2024

Benóný Valur Jakobsson óskar eftir að málið sé tekið fyrir sem sér liður á dagskrá sveitarstjórnar.

Á 450. fundi byggðarráðs var eftirfarndi bókað um málið:

Meirihluti byggðarráðs hafnar að styrkja Flugklasann Air 66N á árinu 2024.
Hafrún óskar bókað að hún hefði vilja styrkja Flugklasann áfram á árinu 2024.
Aldey og Benóný taka undir bókun Hafrúnar og óska eftir að málið verði tekið upp í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Benóný, Hjálmar, Hafrún og Aldey.


Benóný leggur fram eftirfarandi tillögu:
Benóný leggur til að Flugklassinn Air 66N verði styrktur árið 2024 um þá upphæð sem óskað var eftir.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Bylgju, Hafrúnar, Helenu, Ingibjargar og Soffíu.
Áki og Hjálmar greiða atkvæði á móti.