Fara í efni

Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023 - 2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum

Málsnúmer 202208014

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 405. fundur - 01.09.2022

Til kynningar Rammasamningur á milli Ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum í samræmi við þörf. Í rammasamningnum kemur fram áætlun á landsvísu um byggingu 4.000 íbúða árlega á næstu fimm árum og 3.500 íbúða árlega næstu fimm ár eftir það til að mæta áætlaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði.
Lagt fram til kynningar.

Fyrsta skrefið er að viðkomandi sveitarfélag framkvæmi stöðumat þar sem farið er yfir stöðu á uppbyggingu íbúða, þarfagreiningu, stöðu lóða og annarra þátta sem máli skipta. Á grundvelli slíks stöðumats, uppfærðrar húsnæðisáætlunar og þeirra markmiða sem fram koma í rammasamningnum semja svo einstök sveitarfélög við ríkið um uppbyggingu í takt við þörf.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja saman vinnuhóp starfsfólks sem skilar af sér stöðumati í október.

Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022

Á fundi byggðaráðs 1. september 2022 var sveitarstjóra falið að setja saman vinnuhóp starfsfólks vegna Rammasamnings ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023 - 2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Vinnuhópurinn skili stöðumati í október.

Með fundarboði fylgja gögn frá fundi vinnuhópsins með fulltrúum HMS sem sýna stöðu húsnæðisframboðs í Norðurþingi m.v. ágúst 2022. Næstu skref eru að uppfæra húsnæðisáætlun og í framhaldinu er hægt að ganga frá samningi við Ríkið um uppbyggingu áranna 2023-2032.
Lagt fram til kynningar.