Fara í efni

Skólahús Lundi - framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 202002111

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 68. fundur - 26.05.2020

Borist hefur fyrirspurn um stækkun útisvæðis og ósk um bætta aðstöðu í forstofu við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samráð við starfsmenn í Lundi og koma með tillögur að úrbótum og leggja fyrir ráðið innan tveggja vikna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 70. fundur - 09.06.2020

Á 68. fundi ráðsins var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samráð við starfsmenn í Lundi og koma með tillögur að úrbótum og leggja fyrir ráðið innan tveggja vikna.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að leggja fjórar milljónir til úrbóta í Lundi samkvæmt fyrirliggjandi gögnum í ljósi þess að frestað var framkvæmd við stjórnsýsluhús á Raufarhöfn og þar er svigrúm til að fara í þetta á móti.