Fara í efni

Fyrirspurn um förgun á plasti á Melrakkasléttu.

Málsnúmer 202006108

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020

Þorsteinn Sigmarsson f.h. Blikalóns biður um að settur verði upp gámur á landareigninni til að safna plasti í og hann yrði svo fjarlægður í lok sumars.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur jákvætt að íbúar sýni frumkvæði í hreinsun svæðisins en telur sér ekki fært að komast til móts við hvern og einn um gámaaðstöðu.

Ráðið bendir á að verið er að undirbúa hreinsun á strandlengjunni frá Raufarhöfn í enda vikunnar og fram í næstu og bendir á verkefnastjóra Norðurþings á Raufarhöfn, Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, til upplýsingagjafar og útfærslu á að komast til móts við förgun rusls á svæðinu.