Fara í efni

Breyting aðalskipulags vegna uppbyggingar í Auðbrekku

Málsnúmer 202011018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Til að koma til móts við sjónarmið íbúa við Auðbrekku sem fram komu við kynningu skipulagslýsingar vegna deiliskipulags fyrir svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík er nú lagt til að fyrirhugaðri uppbyggingu verði hliðrað lítillega til suðurs. Það hefur í för með sér að útvíkka þarf svæði undir þjónustustofnanir í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Fyrir fundi liggur tillaga að breytingu aðalskipulags.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna fyrirliggjandi hugmynd að breytingu aðalskipulags samhliða hugmyndum að deiliskipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 84. fundur - 24.11.2020

Nú er lokið kynningu á drögum að aðalskipulagsbreytingu í Auðbrekku til samræmis við bókun ráðsins 10. nóvember s.l. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust vegna skipulagsbreytingarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða tillögu skipulagsbreytingarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráðs telur fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags svo óverulega að ekki sé tilefni til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg breyting með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Breytingin felur í sér nokkra stækkun á landnotkunarreit Þ1 til norðausturs inn á óbyggt svæði og lítillega inn í reit Í3. Markmið breytingarinnar er að færa fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis nokkru lengra frá gróinni íbúðarbyggð í Auðbrekku en upphaflega var kynnt og stækka jafnframt dvalarsvæði lóðar upp í brekkuna þar sem það tengist aðliggjandi útivistarsvæði. Sá hluti Í3 sem skerðist vegna stækkunar Þ1 er óbyggður og ekki áætlanir um uppbyggingu innan hans. Fyrirhuguð uppbygging er eftir sem áður í samræmi við það umfang sem skilgreint var í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili.

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Á 84. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráðs telur fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags svo óverulega að ekki sé tilefni til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg breyting með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Breytingin felur í sér nokkra stækkun á landnotkunarreit Þ1 til norðausturs inn á óbyggt svæði og lítillega inn í reit Í3. Markmið breytingarinnar er að færa fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis nokkru lengra frá gróinni íbúðarbyggð í Auðbrekku en upphaflega var kynnt og stækka jafnframt dvalarsvæði lóðar upp í brekkuna þar sem það tengist aðliggjandi útivistarsvæði. Sá hluti Í3 sem skerðist vegna stækkunar Þ1 er óbyggður og ekki áætlanir um uppbyggingu innan hans. Fyrirhuguð uppbygging er eftir sem áður í samræmi við það umfang sem skilgreint var í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.