Fara í efni

Víðimóar 3

Málsnúmer 202011074

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 84. fundur - 24.11.2020

Fyrir liggur erindi frá framkvæmdastjóra verktakasviðs Íslenska Gámfélagsins þar sem kallað er eftir aðgerðum Norðurþings varðandi uppsetningu girðingar umhverfis lóð sorpmóttöku ÍG að Víðimóum 3 eins og gert er ráð fyrir í starfsleyfi.
Kallað er eftir afstöðu ráðsins til erindisins og þeirrar afmörkunar lóðar að Víðimóum 3 sem óskað er eftir til samræmis við útgefið starfsleyfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða í að girða af Víðimóa 3.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 86. fundur - 12.01.2021

Skipulags og framkvæmdaráð bókaði á 84 fundi sínum 24.11.2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða í að girða af Víðimóa 3.

Niðurstaða verðkönnunar liggur fyrir og buðu fimm aðilar í kaup og uppsetningu á girðingu á Víðimóum 3.
Taka þarf ákvörðun um næstu skref málsins.
Skipulags og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga til samninga við lægstbjóðanda og leggja fyrir ráðið til samþykktar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 90. fundur - 02.03.2021

Með bókun skipulags- og framkvæmdaráðs frá 86. fundi ráðsins sem haldinn var þann 12.01.2021 var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ganga frá verksamningi við þann aðila sem skilaði lægsta tilboði að undangenginni verðkönnun í tengslum við verkefni sem snýr að uppsetningu öryggisgirðingar við lóð Norðurþings að Víðimóum 3. Nú er fullreynt að ekki munu nást samningar og er því óskað afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs um framhald málsins.

Með vísan í framlögð gögn sem lýsa samskiptum við lægstbjóðanda tekur skipulags- og framkvæmdaráð undir þá afstöðu framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ekki verði gengið lengra í viðleitni varðandi gerð verksamnings. Ráðið fellur því frá fyrri ákvörðun sinni varðandi uppsetningu öryggisgirðingar við lóð Norðurþings að Víðimóum 3, en hyggst bjóða verkið út síðar.