Fara í efni

Ósk um að sveitarfélagið heimili og komi að verki er viðkemur uppsetningu minningarreits í gamla kirkjugarðinum.

Málsnúmer 202007036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 73. fundur - 14.07.2020

Helga Kristinsdóttir f.h. Kirkjugarða Húsavíkur óskar eftir heimild og aðkomu Norðurþings að verki er viðkemur uppsetningu minningarreits í Gamla kirkjugarðinum á Húsavík, sem varðveita mun gamlan legstein sem hefur verið á vergangi í langan tíma. Aðkoma bæjarins að verkinu væri eftirfarandi, fá endurgjaldslaust fyllingarefni sem til þarf, komið á staðinn, frágengið og þjappað ásamt hleðslugrjóti sem einnig er komið á hleðslustað.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu þangað til nauðsynleg gögn frá Sóknarnefnd liggja fyrir, s.s. kostnaðarhlutur Norðurþings og efnisgerð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 76. fundur - 01.09.2020

Á 73. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs sem haldinn var þann 14. júlí sl. var lagt fram erindi frá Helgu Kristinsdóttur fh. Kirkjugarða Húsavíkur þar sem óskað var heimildar og aðkomu Norðurþings að uppsetningu minningarreits í gamla kirkjugarðinum á Húsavík. Skipulags- og framkvæmdaráð frestaði ákvarðanatöku í málinu og kallaði eftir nauðsynlegum gögnum frá Sóknarnefnd s.s. upplýsingum um kostnaðarhlut Norðurþings og efnisgerð.
Málið er lagt fyrir skipulags- og framkvæmdaráð að nýju þar sem framlögð eru umbeðin gögn frá Sóknarnefnd varðandi verkefnið.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en bendir á að hægt er að sækja um styrki til byggðarráðs.