Fara í efni

Styrkvegir 2020

Málsnúmer 202003117

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 73. fundur - 14.07.2020

Fyrir liggur úthlutun úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar vegna umsókna Norðurþings til viðhalds þar til bærra samgönguleiða fyrir árið 2020. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til hvaða verkefna styrkvegafé skuli varið í ár með hliðsjón af fyrirliggjandi umsóknum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að verja einni milljón króna, 1.000.000 kr, í veginn að Núpskötlu og tveimur og hálfri milljón, 2.500.000 kr. í veginn frá Þeistareykjavegi að útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.