Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

340. fundur 01. október 2020 kl. 08:30 - 10:58 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir tekur þátt í fundinum í gegnum Teams fjarfundabúnað.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021

Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.
Jafnframt liggur fyrir byggðarráði ákvörðun um fjárhagsramma til málaflokka og sjóða sveitarfélagsins vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja upp endanlega ramma fyrir málaflokka og sjóði sveitarfélagsins í samræmi við gögn og umræður á fundinum og leggja fyrir ráðin í næstu viku.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202009107Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

3.Kauptilboð í Höfða 20 - gamla slökkvistöðin

Málsnúmer 202008123Vakta málsnúmer

Borist hafa tvö tilboð í Höfða 20 - gömlu slökkvistöð, annað að fjárhæð 20 milljónir, hitt að fjárhæð 22 milljónir.
Byggðarráð samþykkir að taka hærra tilboðinu í eignina að fjárhæð 22 milljónir og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um.

4.Breytingar á réttindaákvæðum 2020, hjá Brú lífeyrisjóði

Málsnúmer 202009127Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Brú lífeyrissjóði vegna tillagna að breytingum á réttindaákvæðum Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar. Stjórn sjóðsins óskaði eftir því að málið yrði lagt til samþykktar fyrir sveitarstjórn Norðurþings í samræmi við ákvæði 37. gr. samþykkta sjóðsins.
Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjórnar.

5.Samþykki umsóknar um leiguíbúðalán

Málsnúmer 202009172Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er að stofnunin hefur samþykkt umsókn Norðurþings um leiguíbúðalán vegna byggingar íbúðakjarna fyrir fatlaða.
Fjárhæðin er 111.545.820 krónur og nemur 61% af stofnvirði sem lagt er til grundvallar. Lánskjör eru fastir verðtryggðir vextir 3,3% til 50 ára.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð mun fjalla aftur um málið á næsta fundi sínum.

6.Gallup þjónustukönnun sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202009126Vakta málsnúmer

Borist hefur tilboð frá Gallup um þátttöku í árlegri þjónustukönnun sveitarfélaga sem fer fram á næstu dögum.
Byggðarráð samþykkir tilboð um þátttöku í þjónustukönnun Gallup, bæði grunnpakka og þeim aukaspurningum sem boðið er uppá.

7.Samningur um hugbúnaðarþjónustu

Málsnúmer 202009054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að endurnýjun samnings um hugbúnaðarþjónustu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða mögulega lækkun á gildandi samningi.

8.Aðalfundur Félags slökkviliðsstjóra 2020

Málsnúmer 201904010Vakta málsnúmer

Áætlað var að halda aðalfund félags slökkviliðsstjóra á Íslandi á Húsavík á árinu 2020. Nú stefnir í að svo verði ekki og óskar slökkviliðsstjóri Norðurþings eftir því að fjárheimildir sem áætlaðar voru í það á árinu 2020 flytjist yfir á árið 2021.
Byggðarráð samþykkir beiðnina og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.

9.Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings

Málsnúmer 202009122Vakta málsnúmer

Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök óska eftir áframhaldandi stuðningi við samtökin á árinu 2021.
Byggðarráð samþykkir að visa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

10.Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis óskar eftir fjárhagslegum stuðningi.

Málsnúmer 202009145Vakta málsnúmer

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis óskar eftir fjárhagslegum stuðningi við starfsemi félagsins vegna erfiðra aðstæðna í rekstri í tengslum við COVID-19.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis um 250.000 krónur.

11.Skýrsla Flugklasans Air 66N 2020

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla Flugklasans fyrir tímabilið 1. apríl til 15. september 2020.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2020

Málsnúmer 202002023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 8. september sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020

Málsnúmer 202002110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 12. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. frá 14. september sl. ásamt tillögu stjórnar um framtíðarfyrirkomulag félagsins. Tillaga stjórnar er að Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga ses. verði aftur breytt í hlutafélag, það félag verði svo sameinað Fjárfestingafélagi Norðurþings, Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar, Seljalax ehf og ef til vill fleiri hlutafélögum í eigu sveitarfélaganna. Þannig renni hin síðarnefndu inní efnahag AÞ og mun eignahald á því breytast sem því nemur skv endanlegri samrunaáætlun. Þeir í eigendahópi AÞ sem ekki vilja leggja inn sín félög eða taka þátt í þessu félagi af öðrum ástæðum býðst að vera keyptir út úr því.
Byggðarráð telur rétt að stjórn AÞ kanni frekar þá tillögu sem fram er komin og fulltrúar Norðurþings munu taka afstöðu til endanlegrar tillögu á fulltrúaráðsfundi í nóvember.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.

14.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020

Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 13. fundar stjórnar SSNE frá 16. september sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir HNE 2020 og fjárhagsáætlun HNE 2021

Málsnúmer 202009158Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 213. til 215. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 5. febrúar, 13. maí og 8. september 2020. Einnig liggur fyrir fjárhagsáætlun Heilbrigðisnefndarinnar fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010

Málsnúmer 202009180Vakta málsnúmer

Í samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010.
Frestur til að skila umsögn rennur út 1. október nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:58.