Fara í efni

Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 202003071

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 101. fundur - 23.03.2020

Birt hefur verið auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Auglýsingin hljóðar svo: Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Sveitarstjórnum er heimilt að taka framangreindar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.

2. Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði.

3. Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.

4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé um annað í samþykktum sveitarfélagsins.

5. Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013.

Heimild þessi gildir til 18. júlí 2020.
Til máls tóku: Kristján, Hafrún, Silja, Helena, Hjálmar, Bergur og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Norðurþings, að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og fastanefnda í Norðurþingi. Engin takmörk verði á fjölda lögmætt boðaðra fundarmanna sem taka þátt í fundum í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð skal annað hvort deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan staðfest með tölvupósti eða undirrituð rafrænt.

F.h. sveitarstjórnar ber sveitarstjóri fram eftirfarandi tillögu:
Kjörnir fulltrúar sammælast um að aðeins verði greitt fyrir einn fastan fund sveitarstjórnar í mánuði og þar með ekki greitt fyrir sérstaka aukafundi sveitarstjórnar vegna covid-19.
Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vekur athygli á að með auglýsingu dagsettri 3. nóvember 2020 er heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags framlengd til 10. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.