Fara í efni

Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202010105

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um framlengdan frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana með vísan til þeirrar óvissu sem sveitarfélög standa frammi fyrir vegna COVID-19. Ráðuneytið mun í samræmi við 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sé þess óskað, veita eftirfarandi fresti:
1. Byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.