Fara í efni

Gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings 2021

Málsnúmer 202010154

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 76. fundur - 26.10.2020

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Tjaldsvæða Norðurþings og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðaráði.

Um er að ræða hækkun á gjaldliðum og breytingu á afslætti m.t.t fjölda gistinátta.

Fullorðnir = kr.1.600
18 ára og yngri = frítt
Rafmagn pr. nótt = kr. 800
Þvottur = kr. 750

Gistinótt nr. þrjú verði á 50% afslætti að undanskildu gjaldi vegna rafmagns og þvottaaðstöðu. Kjósi gestir að dvelja fleiri nætur á tjaldstæðinu er rukkað aftur fyrir fjórðu, fimmtu og sjöttu gistinætur með sama hætti og fyrstu þrjár.

Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020

Til kynningar er gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.