Fara í efni

Uppbygging golfskála á Katlavelli

Málsnúmer 202011007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Gunnlaugi Stefánssyni fyrir hönd Golfklúbbs Húsavíkur vegna byggingar á klúbbhúsi. Lögð er fram greinargerð um kostnaðaráætlun sem gerð var um verkefnið árið 2019 ásamt fundargerðum 8. og 9. fundar framkvæmdaráðs golfskálabyggingar.
Hjálmar vék af fundi undir þessum lið.
Kristján Þór vék af fundi kl. 11:01.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða stjórn Golklúbbs Húsavíkur á fund ráðsins.
Byggðarráð óskar eftir að þá liggi fyrir afstaða klúbbsins til þeirra þriggja sviðsmynda sem framkvæmdaráð byggingarinnar hefur fjallað um.

Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020

Fulltrúar úr stjórn Golfklúbbs Húsavíkur koma á fund byggðarráðs og ræða uppbyggingu golfskála á Katlavelli.
Hjálmar Bogi Hafliðason vék af fundi undir þessum lið.
Á fund byggðarráðs komu Gunnlaugur Stefánsson, Ragnar Emilsson og Karl Hannes Sigurðsson úr stjórn Golfklúbbs Húsavíkur.
Byggðarráð óskaði eftir afstöðu klúbbsins til áframhaldandi vinnu samkvæmt uppleggi í samningi um að reisa klúbbhús norðan Þorvaldsstaðarár.
Nú liggur fyrir endurskoðuð skýr afstaða stjórnar Golfklúbbsins um að nýr golfskáli fái að rísa norðan Þorvaldsstaðarár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að uppleggi sem miði að þessari sýn og þeim kjarna sem finna má í uppbyggingarsamningi sem gerður var á sínum tíma, á næsta fundi ráðsins. Ljóst er að fara þarf ítarlegar yfir kostnaðargreiningu og taka afstöðu til hennar er varðar upphaflega hugmynd að nýrri byggingu.