Fara í efni

Frístund - Gjaldskrá 2021

Málsnúmer 202010107

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 76. fundur - 26.10.2020

Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá Frístundar fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir að hækka gjaldskrá Frístundar 2021 um 3% og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Gjaldskrá Frístundar 2021.

Fullt pláss: 22.488
Hálf nýting: 12.928
Einstæðir - fullt pláss:16.160
Einstæðir - hálf nýting: 9.290

Systkinaafsláttur er:
50% fyrir annað barn:
75% fyrir þriðja
100% afsláttur fyrir þriðja barn
Innifalin í gjaldinu er síðdegishressing.  

Hálf vistun er allt að 3 dagar í viku

Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum liði.

Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020

Til kynningar er gjaldskrá Frístundar fyrir árið 2021.
Byggðarráð vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

Fjölskylduráð - 78. fundur - 09.11.2020

Fjölskylduráð fjallar aftur um Frístund - Gjaldskrá 2021 en Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla að vinna gjaldskrá frístundar sem lýtur að því að hægt verði að skrá barn í lágmarksvistun 1 dag í viku. Gefinn verði afsláttur af gjöldum vegna jólafrís frístundar og útfæra gjaldskrá fyrir viðbótarvistun. Drög að nýrri gjaldskrá skulu vera lögð fram fyrir ráðið á næsta fundi þann 23. nóvember 2020.

Fjölskylduráð - 79. fundur - 23.11.2020

Á 344.fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá Frístundar á Húsavík 2021 með áorðnum breytingum um systkinaafslátt og vísar henni til kynningar í byggðarráð og staðfestingar í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020

Á 79. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá Frístundar á Húsavík 2021 með áorðnum breytingum um systkinaafslátt og vísar henni til kynningar í byggðarráð og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.