Fara í efni

Slökkviliðið óskar eftir fjárveitingu fyrir dælubíl.

Málsnúmer 201910138

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 49. fundur - 05.11.2019

Þarfagreining slökkviliðs Norðurþings hefur leitt í ljós nauðsyn þess að endurnýja dælubíl liðsins hið fyrsta. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til áður nefndrar fjárfestingar ásamt tillögum að fjármögnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.

Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020

Á árinu 2019 óskaði slökkviliðsstjóri eftir fjárframlagi til endurnýjunar á dælubíl. Áætlaður kostnaður við endunýjun á þeim tíma var rúmar 53 milljónir. Var erindið tekið fyrir hjá skipulags- og framkvæmdaráði sem vísað því til fjárhagsáætlunargerðar á árinu 2020, vegna ársins 2021.
Byggðarráð hafnar erindinu með atkvæðum Ödu og Helenu. Hafrún situr hjá.