Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

395. fundur 21. apríl 2022 kl. 10:00 - 11:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202203101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2021 til undirritunar, auk endurskoðunarskýrslu frá ENOR.
Ársreikningurinn er lagður fram til undirritunar og fer til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Björgu Capital ehf. þar sem þess er óskað að sveitarfélagið vinni að beiðni til sjávarútvegráðherra um að meta burðarþol á svæðinu í kringum Melrakkasléttu og í Öxarfirði utan friðarlínu, með tilliti til fiskeldis.

Á síðasta fundi ráðsins var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.

3.Viðauki vegna brunamál og almannavarnir 2022

Málsnúmer 202204070Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki í málaflokknum brunamál og almannavarnir.

Slökkviliðsstjóri óskar eftir viðauka við brunamál vegna breytinga á kjarasamningi.
Umtalsverður kostnaðarauki fellst í nýjum kjarasamningi sem tók gildi í upphafi þessa árs, ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaðarauka á launum í áætlun slökkviliðs vegna ársins 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 11.711.140 kr. og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Erindi frá Hraðið nýsköpunarmiðstöð

Málsnúmer 202112041Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi byggðarráðs fól meirihluti ráðsins sveitarstjóra að vinna drög að samkomulagi um stuðning við Hraðið og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi.

Uppfærð drög að samkomulagi liggja fyrir byggðarráði.
Sveitarstjóri kynnti drög að samkomulagi um stuðning við Hraðið nýsköpunarmiðstöð. Byggðarráð tekur jákvætt í drög að samkomulagi og felur sveitarstjóra að leggja fyrir ráðið að nýju endanlegt samkomulag til samþykktar.

Bergur Elías óskar bókað:
Hér er um töluverða fjármuni að ræða og því leggur undirritaður til að ný sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og 3 ára áætlun.

5.Þórseyri kauptilboð

Málsnúmer 202204050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kauptilboð í Þórseyri, 671 Kópaskeri. Fastanúmer eignar 251-3711.
Byggðarráð samþykkir kauptilboð að upphæð 6.500.000 kr. í eignina Þórseyri, 671 Kópaskeri. Fastanúmer eignar 251-3711.

6.Ósk um styrk

Málsnúmer 202204076Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk að upphæð 100 þ.kr vegna sauðfjárbændakvölds í Skúlagarði þann 23. apríl n.k. í nafni Búnaðarfélags Keldhverfinga og Fjárræktarfélags Öxfirðinga.
Byggðarráð samþykkir styrk að upphæð 100.000 kr.

7.Starf flugklasans AIR 66N

Málsnúmer 202204077Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar skýrsla Flugklasans AIR 66N um starfið síðustu mánuði.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundarboð aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga þann 2.maí 2022

Málsnúmer 202204080Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. Fundurinn verður haldin á Fosshótel Húsavík mánudaginn 2. maí 2022 og hefst kl. 20:00.
Byggðarráð tilnefnir Aldey Unnar Traustadóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Berg Elías Ágústsson til vara.

Fundi slitið - kl. 11:25.