Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

128. fundur 21. júní 2022 kl. 13:00 - 15:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-2 og 5.

1.Hönnun skíðavæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202204113Vakta málsnúmer

Á 118. fundi fjölskylduráðs 9. maí, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð fór yfir tillögur frá SE Group varðandi hönnun á heilsársútivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kynna málið fyrir skipulags- og framkvæmdaráði. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til fundar með samráðshópi sem áður hefur fjallað um möguleika útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk. Samráðshópurinn mun skila af sér athugasemdum og tillögum við fyrstu drög SE Group. Að þeim fundum loknum mun málið verða tekið fyrir hjá fjölskylduráði að nýju. Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi kom á fundinn og kynnti stöðu mála.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Kjartani fyrir kynninguna.

2.Viðhalds og framkvæmdalisti á íþrótta- og tómstundasviði

Málsnúmer 202106108Vakta málsnúmer

Kjartan Páll íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings kynnti fyrir nefndinni viðhaldslista um íþróttamannvirki sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

3.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi vegna Höfðavegar 4

Málsnúmer 202206023Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar að Höfðavegi 4 á Húsavík. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti nefndinni vinnureglur vegna umsagna um rekstrarleyfi sem samþykktar voru í sveitarstjórn Norðurþings 21. mars 2017.
Höfðavegur 4 er einbýlishús í íbúðarhverfi skv. gildandi aðalskipulagi Norðurþings. Í samræmi við vinnureglur sem samþykktar voru í sveitarstjórn Norðurþings 21. mars 2017 vegna umsagna um rekstrarleyfi til sölu gistingar leggst ráðið gegn því að veitt verði rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu.

4.Ósk um stofnun lóðar úr landi Snartarstaða

Málsnúmer 202206049Vakta málsnúmer

Ríkiseignir óska eftir samþykki fyrir stofnun lóðar umhverfis tiltekin hús á Snartarstöðum. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarmynd af 5.942 m² lóð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

5.Umhverfi Húsavíkurkirkju- kynning

Málsnúmer 202206068Vakta málsnúmer

Húsavíkursókn sendir til kynningar nýja hönnun lóðar umhverfis Húsavíkurkirkju og safnaðarheimili. Lóðarhönnunin er unnin af Landslagi í samvinnu við sóknarnefnd og fleiri aðila. Til kynningar eru ýmsir uppdrættir af fyrirhugaðri framkvæmd. Ennfremur er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins að framkvæmdinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar fram komnum hugmyndum að frágangi lóðar umhverfis Húsavíkurkirkju og safnaðarheimili. Ráðið hafnar beiðni um frekari styrkumsókn til Jöfnunarsjóðs varðandi þetta verkefni og bendir Sóknarnefnd á að sækja um beinan fjárstyrk til byggðarráðs.

6.Ósk um stofnun lóðar fyrir flugvallarskýli við Raufarhöfn

Málsnúmer 202205035Vakta málsnúmer

Nanna Steina Höskuldsdóttir, f.h. landeigenda, óskar samþykkis fyrir stofnun lóðar umhverfis flugvallarskýli við Raufarhöfn. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur 28.000 m² lóðar. Ennfremur er þess óskað að lóðin fái heitið Höfði 4.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Höfði 4.

7.Hlöðufell Restaurant óskar eftir leyfi til að nota útisvæði utan lóðar

Málsnúmer 202206072Vakta málsnúmer

Hlöðufell Restaurant óskar eftir leyfi til að nýta hellulagt torg í Villasneiðingi fyrir gesti veitingastaðarins.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar ekki notkun torgsins til veitingasölu, enda er torgið almenningsrými við fjölfarna gönguleið.

Fundi slitið - kl. 15:10.