Fara í efni

Deiliskipulag Garðarsbrautar 44-48

Málsnúmer 202312069

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 177. fundur - 19.12.2023

Rarik hefur óskað eftir lóð undir spennistöð í stað spennistöðvar sem stendur á lóð Garðarsbrautar 44. Um alllangan tíma hefur verið leitað samkomulags meðal hagsmunaaðila um staðsetningu spennistöðvar milli Stangarbakka og Garðarsbrautar sunnan Uppsalavegar. Ekki hefur náðst samstaða um hvar ný spennistöð væri best staðsett.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Uppsalavegi í norðri, Garðarsbraut í austri, Stangarbakka í vestri og suðurmörkum lóðar Garðarsbrautar 48 í suðri.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 179. fundur - 23.01.2024

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Garðarsbrautar 44-48.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 183. fundur - 12.03.2024

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna deiliskipulags Garðarsbrautar 44-48 á Húsavík. Umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Slökkviliði Norðurþings, Orkuveitu Húsavíkur, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Grími vélaverkstæði. Aðeins umsagnir Vegagerðarinnar og Gríms vélaverkstæðis innifela athugasemdir sem tilefni er til að vinna með við deiliskipulagsvinnuna.
Vegagerðin mælist til þess að bílastæði og inn-/útakstur af lóðum verði afmarkaður með skýrum hætti til að auka umferðaröryggi, bæði akandi og gangandi. Vegagerðin minnir á að sýna skal veghelgunarsvæði á skipulagsuppdrætti. Vegagerðin óskar þess einnig að mörk skipulagssvæðis verði miðuð við vegkannt, en nái ekki út á miðjan Norðausturveg.
Ólafur Rúnar Ólafsson, f.h. Gríms hf vélaverkstæðis gerir margháttaðar athugasemdir við skipulagslýsinguna og veitir sveitarfélaginu heimild til að bjóða Rarik aðra valkosti innan sinnar lóðar varðandi staðsetningu spennistöðvar en gengið er út frá í skipulagslýsingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að vinna að gerð skipulagstillögu.