Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

177. fundur 19. desember 2023 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Þór Viðarsson
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Birkir Stefánsson mætti á fundinn kl. 13:22 undir lið 3.

1.Ósk um breytingu á deiliskipulagi þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík

Málsnúmer 202312036Vakta málsnúmer

Góð Hótel ehf óska eftir því að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi lóðar undir hótel á þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík. Óskað er eftir að breyting innifeli breytta aðkomu að lóðinni og endurskoðaða byggingarskilmála. Meðfylgjandi erindi eru hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni frá Lendager Group arkitektum.
Skipulags- og framkvæmdaráð hugnast þær hugmyndir sem kynntar eru af uppbyggingu á lóðinni. Ráðið er reiðubúið að fjalla um tillögu að breytingu deiliskipulagsins sem miðar að þeirri uppbyggingu sem Góð Hótel ehf hafa kynnt og býður umsækjanda að útbúa tillögu að breytingu deiliskipulags til umfjöllunar hjá ráðinu.

2.Deiliskipulag Garðarsbrautar 44-48

Málsnúmer 202312069Vakta málsnúmer

Rarik hefur óskað eftir lóð undir spennistöð í stað spennistöðvar sem stendur á lóð Garðarsbrautar 44. Um alllangan tíma hefur verið leitað samkomulags meðal hagsmunaaðila um staðsetningu spennistöðvar milli Stangarbakka og Garðarsbrautar sunnan Uppsalavegar. Ekki hefur náðst samstaða um hvar ný spennistöð væri best staðsett.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Uppsalavegi í norðri, Garðarsbraut í austri, Stangarbakka í vestri og suðurmörkum lóðar Garðarsbrautar 48 í suðri.

3.Ósk um frest fyrir byggingarframkvæmdum að Stakkholti 7

Málsnúmer 202312031Vakta málsnúmer

Jónas Sigmarsson óskar eftir fresti til að hefja byggingarframkvæmdir á lóðinni að Stakkholti 7 til loka maí 2024. Jónas fékk lóðinni úthlutað í júní s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Jónasi verði veittur frestur til að hefja framkvæmdir á lóðinni að því gefnu að samþykktar aðalteikningar liggi fyrir í lok mars 2024 og framkvæmdir hefjist eigi síðar en 15. júní 2024.

4.Umsókn um samþykki fyrir breyttri notkun húsa í Akurseli

Málsnúmer 202312081Vakta málsnúmer

Samherji Fiskeldi óskar eftir samþykki fyrir breyttri notkun húsa í matshluta 08 og 10 að Akurseli í Öxarfirði. M.a. er horft til þess að skilgreina íbúð í hluta hússins. Fyrir liggja teikningar unnar af AVH.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar teikningar og breytta notkun hússins, með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits Norðurþings.

5.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri upplýsti skipulags- og framkvæmdaráð um stöðu mála vegna gruns um myglusvepp í afmörkuðum rýmum í stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins á Húsavík.

Verkfræðistofan Verkís hefur verið fengin til að yfirfara alla bygginguna og útbúa aðgerðaáætlun til úrbóta.
Lagt fram til kynningar.

6.Erindi frá Hagsmunasamtökum hundaeigenda á Húsavík varðandi rusladalla

Málsnúmer 202312037Vakta málsnúmer

Erindi frá Hagsmunasamtökum hundaeigenda á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hagsmunasamtökum hundaeigenda á Húsavík fyrir erindið. Nú þegar hefur verið brugðist við erindinu með fjölgun sorptunna yfir vetrartímann.

7.Meðhöndlun textíls í Norðurþingi

Málsnúmer 202312068Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur minnisblað um samstarf Norðurþings við Rauða krossinn um meðhöndlun textíls.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fullgera samkomulag við Rauða krossinn á grunni minnisblaðsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fundi slitið - kl. 14:30.