Fara í efni

Ósk um breytingu á deiliskipulagi þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík

Málsnúmer 202312036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 177. fundur - 19.12.2023

Góð Hótel ehf óska eftir því að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi lóðar undir hótel á þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík. Óskað er eftir að breyting innifeli breytta aðkomu að lóðinni og endurskoðaða byggingarskilmála. Meðfylgjandi erindi eru hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni frá Lendager Group arkitektum.
Skipulags- og framkvæmdaráð hugnast þær hugmyndir sem kynntar eru af uppbyggingu á lóðinni. Ráðið er reiðubúið að fjalla um tillögu að breytingu deiliskipulagsins sem miðar að þeirri uppbyggingu sem Góð Hótel ehf hafa kynnt og býður umsækjanda að útbúa tillögu að breytingu deiliskipulags til umfjöllunar hjá ráðinu.