Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

22. fundur 24. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:40 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason
  • Kristinn Jóhann Ásgrímsson
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason Fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 7, sátu fundinn frá Sjóferðum Arnars ehf. Arnar Sigurðsson, Sólveig Ása Arnarsdóttir og Svava Hlín Arnarsdóttir.

1.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2023

Málsnúmer 202403084Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2023 ásamt drögum að ársskýslu Hafnasjóðs vegna ársins 2023.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi ársreikning fyrir árið 2023 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur til umföllunar og athugasemda tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs um gjaldskyld bílastæði á hafnarsvæði Húsavíkurhafnar.

Með fundarboði fylgja einnig til kynningar drög að samþykktum og gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs leggur til að gjaldtaka bílastæða verði einungis á miðhafnarsvæðinu sumarið 2024.

3.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar á næstu mánuðum.
Lagt fram til kynningar.

4.Útboð á Dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings

Málsnúmer 202309050Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar frá vegagerðinni vegna útboðs á Dráttarbát.
Lagt fram til kynningar.

5.Leigusamningur dráttarbátur 2024

Málsnúmer 202404082Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur samningur um leigu á dráttarbátnum Sleipni frá Hafnasamlagi Norðurlands fram til 1. október nk.
Lagt fram til kynningar.

6.Ársskýrsla Hafnarsjóðs 2023

Málsnúmer 202311060Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja drög að ársskýrslu Hafnasjóðs vegna ársins 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Hafnarmál 2024 heimsóknir

Málsnúmer 202404080Vakta málsnúmer

Á fund Hafnastjórnar koma fulltrúar frá Sjóferðum Arnars ehf.
Hafnastjórn þakkar fulltrúm Sjóferða Arnars ehf. fyrir komuna á fundinn og gott spjall.

8.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202404079Vakta málsnúmer

Tekinn til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2023. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu gerðar fyrir 6. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:40.