Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

188. fundur 07. maí 2024 kl. 13:00 - 14:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
  • Birna Björnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir Pizzakofann ehf.

Málsnúmer 202404097Vakta málsnúmer

Kristján Phillips og Elín Guðmundsdóttir, f.h. Pizzakofans ehf. óska framlengingar stöðuleyfis fyrir núverandi húsi að Garðarsbraut 20. Þess er óskað að stöðuleyfi verði aftur veitt til tveggja ára og að forkaupsréttur verði á lóðinni. Ekki er á þessu stigi horft til stækkunar hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að veita stöðuleyfi fyrir Pizzakofanum til loka maí 2025. Ráðið telur ekki forsendur til að veita forkaupsrétt að réttindum til lóðarinnar allrar.

2.Ósk um frávik frá byggingarskilmálum fyrir Lyngholt 42-52

Málsnúmer 202404110Vakta málsnúmer

Guðmundur Gunnar Guðnason, f.h. lóðarhafa, óskar heimildar til frávika frá gildandi deiliskipulagi vegna uppbyggingar raðhúss að Lyngholti 42-52. Gildandi deiliskipulag fyrirskrifar að steypa skuli botnplötu í hús á svæðinu. Þess er óskað að fá leyfi til að byggja húsið að Lyngholti 42-52 með léttu berandi timburgólfi. Fyrir liggja aðalteikningar af raðhúsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu með því fráviki frá deiliskipulagi sem tilgreint er í erindi.

3.Umsókn um að gera innkeyrslu inn á lóð Laugarbrekku 9

Málsnúmer 202405007Vakta málsnúmer

Guðmundur Karl Sigríðarson og Harpa Jónasdóttir óska eftir heimild til að gera nýja innkeyrslu á lóð sína vestanvert við Laugarbrekku 9 á Húsavík. Fyrir liggur rissmynd af innkeyrslunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur fyrir sitt leiti fallist á nýja aðkeyrslu að lóðinni þegar fyrir liggur skriflegt samþykki meðlóðarhafa. Framkvæmdir við gangstétt verði unnar í samráði við Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.

4.Áskoranir til Norðurþings

Málsnúmer 202404075Vakta málsnúmer

Á 184. fundi fjölskylduráðs 23.04.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og mun taka það upp í tengslum við vinnu við stefnu um uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu sem fyrirhuguð er síðar á árinu.
Ráðið vísar erindinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

5.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Á 22. fundi stjórnar hafnasjóðs 24.04.2024, var eftirfarandi bókað: Stjórn Hafnasjóðs leggur til að gjaldtaka bílastæða verði einungis á miðhafnarsvæðinu sumarið 2024.

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir bókun stjórnar Hafnasjóð og vísar málinu til byggðarráðs.

6.Auglýsing um umferð 2024

Málsnúmer 202403087Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði lokaútgáfu af nýrri auglýsingu fyrir umferð á Húsavík.
Á 184. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var málið tekið fyrir og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi auglýsingu um umferð á Húsavík og felur sviðsstjóra að óska eftir formlegri umsögn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Vegagerðarinnar í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Komi engar athugasemdir fram í því ferli er sviðsstjóra falið að koma auglýsingunni í lögbundið auglýsingarferli.

7.Endurskoðun framkvæmdaáætlunar fyrir 2024

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnir uppfærða áætlun varðandi malbiksframkvæmdir á Húsavík í sumar.
Skipulags- og framnkvæmdaráð samþykkir tillögur sviðsstjóra að ráðast í malbiksviðgerðir og lagningu nýs slitlags á Þverholti öllu og beðið verði með frekari framkvæmdir í sumar þar til niðurstaða liggur fyrir um endanlegan kostnað.

8.Styrkumsóknir Norðurþings 2024

Málsnúmer 202405008Vakta málsnúmer

Til kynningar er samantekt á umsóknum Norðurþings í styrktarsjóði vegna verkefna sem koma til framkvæmda á árinu 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.