Fara í efni

Auglýsing um umferð 2024

Málsnúmer 202403087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 184. fundur - 26.03.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði breytingar á auglýsingu um umferð á Húsavík, en núgildandi auglýsing er frá 9.desember 2020.
Sviðsstjóri lagði fram tillögu að breytingum á auglýsingu um umferð á Húsavík og leggur til að í stað þess að auglýsa breytingar á eldri auglýsingu, að gerð verði ný auglýsing með þeim breytingum sem koma fram í samantektinni sem var lögð fyrir ráðið.

Eysteinn Heiðar Kristjánsson leggur til að hámarkshraði á Mararbraut til norðurs verði tekinn niður í 30 km/klst við Uppsalaveg. Undirritaður telur þetta mikilvægt vegna umferðaröryggis þar sem akstur er samhliða nálægum íbúðarhúsum en rannsóknir sýna að ef ekið er á gangandi vegfarenda á 50 km/klst eru 80% líkur á að vegfarandinn látist en einungis 10% líkur sé ökuhraðinn 30 km/klst.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 188. fundur - 07.05.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði lokaútgáfu af nýrri auglýsingu fyrir umferð á Húsavík.
Á 184. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var málið tekið fyrir og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi auglýsingu um umferð á Húsavík og felur sviðsstjóra að óska eftir formlegri umsögn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Vegagerðarinnar í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Komi engar athugasemdir fram í því ferli er sviðsstjóra falið að koma auglýsingunni í lögbundið auglýsingarferli.