Umhverfisátak Norðurþings á lóðum 2026
Málsnúmer 202601059
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 232. fundur - 27.01.2026
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði áform um átak í umgengni og hreinsun lóða í þéttbýli í Norðurþingi árið 2026.
Lóðarhöfum verða send bréf þar sem skorað er á þau að taka til, ganga frá lóðum, henda rusli og bílflökum. Þá verði áskorun til allra lóðarhafa einnig birt á heimasíðu Norðurþings.
Bregðist lóðarhafar ekki við áskorunum verði farið í frekari aðgerðir sem heilbrigðisnefnd fylgi eftir.
Sviðsstjóri fór einnig yfir verkferil mála þegar til þess kemur að heilbrigðisnefnd þurfi að beita þvingunarúrræðum og framkvæma lóðahreinsun á kostnað lóðarhafa.