Beiðni um að draga úr götulýsingu vegna þemadaga Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202510060
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 228. fundur - 18.11.2025
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Borgarhólsskóla um að draga úr götulýsingu frá 19:00 - 22:00 miðvikudaginn 19. nóvember vegna himinljósaskoðunar í tengslum við þemadaga skólans.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið frá Borgarhólsskóla.