Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

226. fundur 14. október 2025 kl. 13:00 - 15:15 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Þorsteinn Snævar Benediktsson aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlanir vegna 2026 - 2029.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögu að áætlun til áframhaldandi umræðu í byggðarráði.

2.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029

Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027 - 2029.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027 - 2029 til umræðu í byggðarráði.

3.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - Framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 202509122Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar staða á framkvæmdum og viðhaldi í Sundlauginni á Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar.

4.Framkvæmdir við Yltjörn og Bakkahöfða

Málsnúmer 202509144Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir framkvæmdir vegna bætts aðgengis við Yltjörn og Bakkahöfða. Framkvæmdirnar eru styrktar af Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um stækkun lóðar við Stórhól 25-31, Húsavík

Málsnúmer 202510013Vakta málsnúmer

Lóðarhafar að Stórhóli 25-31 óska lóðarstækkunar um 3 m til norðurs frá fyrirliggjandi lóð. Fyrir liggur rissmynd af óskaðri stækkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að fjalla um erindið með umfjöllun um athugasemdir og ábendingar sem fram kunna að koma að aflokinni kynningu deiliskipulagstillögu svæðisins.
Fylgiskjöl:

6.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Garðarsbraut 18A, Húsavík

Málsnúmer 202510029Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til breytinga á húseigninni að Garðarsbraut 18a á Húsavík. Ætlunin er að breyta húsnæðinu úr rafmagnsverkstæði í bakarí. Meðfylgjandi erindi eru teikningar unnar af Magnúsi Vali Benediktssyni byggingarfræðingi hjá Stikunni. Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum þegar fyrir liggja jákvæðar umsagnir Minjastofnunar, Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

7.Ósk um framlengingu stöðuleyfis fyrir dúkskemmu á athafnasvæði Kaldvíkur á Kópaskeri

Málsnúmer 202510030Vakta málsnúmer

Alvarr ehf óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir bogaskemmu á athafnasvæði Kaldvíkur á Kópaskeri. Skemman verður klædd dúk. Núverandi leyfi var afgreitt á fundi ráðsins 15. október 2024 og gildir til loka október yfirstandandi árs. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa sem og afstaða eldvarnareftirlits frá fyrra ári.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að framlengja stöðuleyfi fyrir dúkskemmunni til loka október 2026.

Fundi slitið - kl. 15:15.