Ósk um framlengingu stöðuleyfis fyrir dúkskemmu á athafnasvæði Kaldvíkur á Kópaskeri
Málsnúmer 202510030
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 226. fundur - 14.10.2025
Alvarr ehf óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir bogaskemmu á athafnasvæði Kaldvíkur á Kópaskeri. Skemman verður klædd dúk. Núverandi leyfi var afgreitt á fundi ráðsins 15. október 2024 og gildir til loka október yfirstandandi árs. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa sem og afstaða eldvarnareftirlits frá fyrra ári.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að framlengja stöðuleyfi fyrir dúkskemmunni til loka október 2026.