Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Garðarsbraut 18A, Húsavík

Málsnúmer 202510029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 226. fundur - 14.10.2025

Óskað er eftir leyfi til breytinga á húseigninni að Garðarsbraut 18a á Húsavík. Ætlunin er að breyta húsnæðinu úr rafmagnsverkstæði í bakarí. Meðfylgjandi erindi eru teikningar unnar af Magnúsi Vali Benediktssyni byggingarfræðingi hjá Stikunni. Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum þegar fyrir liggja jákvæðar umsagnir Minjastofnunar, Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.