Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

508. fundur 03. nóvember 2025 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sat fundinn Hilmar Gunnlaugsson lögmaður.
Undir lið nr. 2, sátu fundinn Lilja B Rögnvaldsdóttir og Stefán Pétur Sólveigarson frá Þekkingarneti Þingeyinga.
Undir lið nr. 7, sat fundinn Hjalti Þórarinsson frá Markaðsstofu Norðurlands.

1.Landsréttur dómur í máli nr.664.2024

Málsnúmer 202510110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstaða Landsréttar í dómi nr. 664/2024 frá 30. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.

2.Samstarf Þekkingarnets Þingeyinga við Norðurþing vegna uppsagna PCC á Bakka

Málsnúmer 202510111Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar frá Þekkingarneti Þingeyinga og kynna hugmyndir um samstarf við sveitarfélagið vegna uppsagna starfsfólks hjá PCC á Bakka.
Byggðarráð þakkar þeim Lilju og Stefáni frá Þekkingarneti Þingeyinga fyrir góða kynningu og hugmyndir.

3.Rekstur Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur og fleira tengt fjárhag Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

4.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029

Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer

Á 226. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 14.10.2025, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027 - 2029 til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun 2026 og 2027-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

5.Gjaldskrár Norðurþings 2026

Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar eftirfarandi gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2025.

Lagt er til að gjaldskrár velferðarsviðs fyrir árið 2026 hækki um 4.2%.
Gjaldskrár velferðarsviðs eru eftirfarandi;
-Gjaldskrá leikskóla
-Gjaldskrá frístundar
-Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur
-Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi
-Gjaldskrá bókasafna
-Gjaldskrár íþrótta- og tómstundasviðs
-Gjaldskrár félagsþjónustu

Lagt er til að gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs fyrir árið 2026 hækki um 4.2%.
Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs eru eftirfarandi:
-Gjaldskrá þjónustumiðstöðva Norðurþings
-Gjaldskrá gámaleigu og landleigu
-Gjaldskrá hunda og kattahalds
-Gjaldskrá kartöflugarða
-Gjaldskrá netaveiðileyfa í sjó
-Gjaldskrá slökkviliðs

Byggðarráð vísar gjaldskrám vegna ársins 2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

6.Álagning gjalda 2026

Málsnúmer 202510101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu og kynningar álagning gjalda vegna ársins 2026.

Lagt fram til kynningar.

7.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka

Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer

Byggðarráð heldur áfram vinnu við tillögur um hagræðingu í rekstri.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við tillögurnar á næstu fundum sínum.

8.Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202510095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna fjárstuðnings við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026.
Byggðarráð þakkar Hjalta frá Markaðsstofu Norðurlands fyrir komuna á fundinn.
Meirihluti byggðarráðs hafnar erindinu með atkvæðum Hjálmars og Helenu, Aldey greiðir atkvæði með stuðningi.
Byggðarráð hvetur ríkið til að stíga inn í verkefnið með auknu fjárframlagi.

9.Erindi frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga vegna útgáfu bókarinnar Byggðir og bú

Málsnúmer 202510102Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna útgáfu bókarinnar Byggðir og bú 2025.
Byggðarráð samþykkir erindi frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga um styrk vegna útgáfu bókarinnar Byggðir og bú 2025 að upphæð 500.000 kr.

10.Beiðni um fjárhagsstuðning við Skógræktarfélag Húsavíkur

Málsnúmer 202510084Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um fjárstuðning við Skógræktarfélag Húsavíkur á árinu 2026 að upphæð 750 þ.kr.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skógræktarfélag Húsavíkur um 500.000 kr á árinu 2026 til grisjunar. Ráðið óskar eftir að fá tillögur félagsins um það hvaða svæði verði grisjuð á næsta ári.

11.Sala á Aðalbraut 17, Raufarhöfn

Málsnúmer 202510106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tilboð í eignina Aðalbraut 17 á Raufarhöfn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda í eignina Aðalbraut 17 á Raufarhöfn.

12.Möguleiki á heildarsamningi á milli STEF og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202510086Vakta málsnúmer

STEF, félagasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi, hefur óskað eftir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga um gerð rammasamnings um greiðslur leyfisgjalda fyrir leyfi til flutnings tónlistar hjá sveitarfélögum landsins og stofnunum þeirra.

Á fundi Sambandsins þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:

"Stjórn samþykkir að leitað verði til sveitarfélaga um afstöðu til þess hvort Sambandið eigi að vinna að heildarsamningi við STEF fyrir hönd þeirra"
Byggðarráð samþykkir fyrir hönd Norðurþings að Sambandið vinni að heildarsamningi við STEF.

13.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2025

Málsnúmer 202510098Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf til aðildarsveitarfélaga EBÍ er varðar ákvörðun stjórnar EBÍ um ágóðahlutagreiðslu ásamt yfirliti yfir greiðslur til hvers og eins sveitarfélags.
Hlutur Norðurþings vegna ágóðahlutagreiðslu er á árinu 2025 1.167.500 kr.

14.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024

Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir síðustu tveggja funda svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, fundir nr. 119 og 120.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:15.