Fara í efni

Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202510095

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 508. fundur - 03.11.2025

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna fjárstuðnings við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026.
Byggðarráð þakkar Hjalta frá Markaðsstofu Norðurlands fyrir komuna á fundinn.
Meirihluti byggðarráðs hafnar erindinu með atkvæðum Hjálmars og Helenu, Aldey greiðir atkvæði með stuðningi.
Byggðarráð hvetur ríkið til að stíga inn í verkefnið með auknu fjárframlagi.