Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N
Málsnúmer 202510095
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 508. fundur - 03.11.2025
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna fjárstuðnings við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026.
Meirihluti byggðarráðs hafnar erindinu með atkvæðum Hjálmars og Helenu, Aldey greiðir atkvæði með stuðningi.
Byggðarráð hvetur ríkið til að stíga inn í verkefnið með auknu fjárframlagi.