Möguleiki á heildarsamningi á milli STEF og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 202510086
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 508. fundur - 03.11.2025
STEF, félagasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi, hefur óskað eftir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga um gerð rammasamnings um greiðslur leyfisgjalda fyrir leyfi til flutnings tónlistar hjá sveitarfélögum landsins og stofnunum þeirra.
Á fundi Sambandsins þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Stjórn samþykkir að leitað verði til sveitarfélaga um afstöðu til þess hvort Sambandið eigi að vinna að heildarsamningi við STEF fyrir hönd þeirra"
Á fundi Sambandsins þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Stjórn samþykkir að leitað verði til sveitarfélaga um afstöðu til þess hvort Sambandið eigi að vinna að heildarsamningi við STEF fyrir hönd þeirra"
Byggðarráð samþykkir fyrir hönd Norðurþings að Sambandið vinni að heildarsamningi við STEF.